Fyrstu fimm tjaldarnir í Helguvík.

Tjaldar í Hvalfirði

Félagar í Fuglavernd lögðu land undir fót til að leita 5000 tjalda með vetursetu í Hvalfirði sunnudag 17. nóvember 2024.

Heiðskírt var og 3-5 stiga frost og 10-15 m/sek þar sem mest lét.

Fyrsta stopp var hjá Súlueyri. Þar sást enginn fugla á fjörum Grunnafjarðar, hrafnar flugu yfir og var gengið niður í fjöru á Súlueyri fyrir opnu hafi. Þar sást svartbakur, grámáfur og hvítmáfur við ós Áslækjar.  Freistað var þessa að ganga að Ósum en sandrokið var slíkt að hætt var við.

 

Sandrok við Súlueyri.

Næsti stans var við Miðsand í Hvalfirði. Þar var mest um hvítmáfa, grámáfa, æðarfugl og stokkendur. Einnig sást til toppanda.

Ekið var yfir í Helguvík. Þar sáust loks fimm tjaldar auk ofangreindra tegunda.

Næsti stans var við ósa Botnsár. Enga tjalda var að sjá, en á voginum synti æðarfugl og væntanlega aðrar tegundir.

Síðasti stansinn var í Brynudalsvogi. Þar var hamagangur í flæðarmálinu og allt að gerast. Mikill kliður í tjöldum og kastað var tölu á þá og niðurstaðan var að ekki færri en 200 tjaldar í flæðarmálinu en að öllum líkindum miklu fleiri og var þessi fundur við tjaldana mjög ánægjulegur.

Kaldur dagur og hvass til fuglaskoðunar en mjög ánægjuleg för þrátt fyrir að ekki fundust 5000 tjaldar. Alltaf gaman að fara í fuglaskoðun.

ljsm. Guðrún Lára Pálmarsd. Fuglaskpun Friðlandi Flóa

Svífðu til liðs við Fuglavernd

Viltu verða félagi í Fuglavernd?

Fuglavernd byggir afkomu sína að mestu leyti á félagsgjöldum og með aðild að félaginu færð þú m.a. áskrift að tímaritinu FUGLAR og frían aðgang að fræðslufundum og fuglaskoðunum á vegum félagsins.

Gakktu (svífðu) til liðs við Fuglavernd.

Hægt er að skrá sig í félagið af heimasíðu félagsins eða með tölvupósti í netfangið fuglavernd[hjá]fuglavernd.is

 

Tegundavernd

Með tegundavernd viljum við beina kastljósi að ábyrgðartegundum okkar Íslendina, stöðu tegunda á válista fugla sem er mat á hættu þeirra í útrýmingarhættu og til hvaða aðgerða við getum gripið til þess að vernda fuglategundirnar.

Búsvæðavernd 

Með vernd búsvæða er átt við búsvæði fugla, þar sem þeir finna sér stað til fæðuöflunar, hvíldar og varps. Fjölskrúðugt fuglalíf er einn besti mælikvarði sem hægt er að leggja á svæði, þá er víst að þar þrífst heilbrigt vistkerfi.