Áskorun frá Fuglavernd

Fuglavernd skorar á veiðimenn að virða friðun blesgæsar, nú þegar gæsirnar eru að streyma til landsins frá varpstöðvum sínum á Grænlandi.
Fuglavernd skorar einnig á lögreglumenn og sýslumannsembætti í Borgarfirði og á Suðurlandi að auka eftirlit með gæsaveiðum og skoða afla veiðimanna.
Fullorðnar blesgæsir eru auðþekkjanlegar á svörtum rákum á kviði og hvítri blesu.Ungar blesgæsir þekkjast frá öllum öðrum gæsum á gulum fótum, heiðagæs og grágæs eru með bleika fætur, svo og á röddinni.
Sérstaklega vill Fuglavernd vekja athygli veiðimanna sem hyggjast stunda gæsaveiðar á Vesturlandi og Suðurlandi, að hafa varann á sér, en þar eru aðalviðkomustaðir þessarar fágætu gæsar. Sérstaklega er mikil hætta á að blesgæsir komi inn á skotvölinn þar sem gæsir eru lokkaðar að í kornökrum og stillt er upp gervigæsum. Grágæsir og heiðagæsir á Íslandi standa hinsvegar betur og er óhætt að veiða nokkuð af þeim stofnum á sjálfbærann hátt. Fuglavernd vill einnig hvetja veitingahúsaeigendur, að vera á varðbergi gagnvart gæsum sem þeim eru boðnar til kaups, að þeir séu vel meðvitaðir um hvaða gæsir eru friðaðar.
Grænlandsblesgæsin er enn í hættu og stofninn lítill. Því er áframhaldandi friðun nauðsynleg og að hún sé virt af veiðimönnum.
Fuglavernd skorar á veiðimenn að virða friðun blesgæsar, nú þegar gæsirnar eru að streyma til landsins frá varpstöðvum sínum á Grænlandi.
Fuglavernd skorar einnig á lögreglumenn og sýslumannsembætti í Borgarfirði og á Suðurlandi að auka eftirlit með gæsaveiðum og skoða afla veiðimanna.

Fullorðnar blesgæsir eru auðþekkjanlegar á svörtum rákum á kviði og hvítri blesu. Ungar blesgæsir þekkjast frá öllum öðrum gæsum á gulum fótum, heiðagæs og grágæs eru með bleika fætur.
Sérstaklega vill Fuglavernd vekja athygli veiðimanna sem hyggjast stunda gæsaveiðar á Vesturlandi og Suðurlandi, að hafa varann á sér en þar eru aðalviðkomustaðir þessarar fágætu gæsar. Sérstaklega er mikil hætta á að blesgæsir komi inn á skotvölinn þar sem gæsir eru lokkaðar að í kornökrum og stillt er upp gervigæsum. Grágæsir og heiðagæsir á Íslandi standa hinsvegar betur og er óhætt að veiða nokkuð af þeim stofnum á sjálfbærann hátt. Fuglavernd vill einnig hvetja veitingahúsaeigendur, að vera á varðbergi gagnvart gæsum sem þeim eru boðnar til kaups, að þeir séu vel meðvitaðir um hvaða gæsir eru friðaðar.
Grænlandsblesgæsin er enn í hættu og stofninn lítill. Því er áframhaldandi friðun nauðsynleg og að hún sé virt af veiðimönnum.

Fuglavernd styður meirihluta svartfuglanefndar

Fuglavernd styður eindregið niðurstöðu meirihluta svartfuglanefndar Umhverfisráðuneytisins.

Veiðar, þar með talin eggjataka, eru ekki sjálfbærar úr stofnum sem ná ekki að viðhalda stofnstærð sinni af einhverjum orsökum, t.d. vegna fæðuskorts. Hrun í varpstofnum margra íslenskra sjófuglastofna er staðreynd. Ástundun veiða úr hnignandi stofnum er siðlaus umgengni við náttúruna, óháð magni veiddra fugla. Veiðibann er eina siðlega viðbragðið við stofnhruni tegunda.

Það hljóta að vera hagsmunir allra sem nýta svartfugla að stofnarnir séu sterkir og sjálfbærir. Öll sérhagsmunavarsla getur spillt tiltrú almennings á siðferði veiðimanna og eru ívilnanir sem þeir krefjast á fyrirkomulagi veiðistjórnunar í fullri andstöðu við varúðarreglu sem leyfir sjófuglum að njóta vafans. Svartfuglar og ekki síst lundi gefa af sér miklar tekjur vegna ferðamanna sem koma til að skoða þessa fugla og þær tekjur hverfa þegar þeir grípa í tómt. Á myndinni má sjá stuttnefjur í bjargi. Varpstofn stuttnefju hefur minnkað um 44% á landsvísu á sl. 25 árum og um 95% á Reykjanesskaga.

Skoða tillögur hópsins á vef Umhverfisráðuneytisins

Ljósm:JÓH.