Stikuupptaka

Tveir félagar fóru í Friðland í Flóa í stikuupptöku á dögunum. Þá er verið að taka upp þær stikur sem vísa veginn um stíginn í Friðlandinu. Fé er á beit í Friðlandinu sumarlangt og það nýtir stikurnar óspart sem klórur og brýtur oft og tíðum stikurnar óviljandi. Einnig er hreyfing í mýrinni sem m.a. flóð og fjara valda sem e.t.v. brjóta stikurnar. Af þeim 45 stikum sem voru teknar upp voru 29 brotnar og 16 heilar. 50 stikur voru settar niður 1. maí s.l.  5 stikur höfðu verið brotnar og fjarlægðar á undanförnum 5 mánuðum. T.a.m. þegar farið var í fuglaskoðun með hópa í júní voru brotnar stikur hirtar.

Fátt var um fugla þennan stikuupptökudag, slatti af stokköndum voru á flugi og einn og einn stórmáfur sem var ekki greindur til tegundar.