Kynningarfulltrúi vegna endurheimtar votlendis
Viltu taka þátt í mikilvægu og spennandi verkefni sem tengir vísindi og náttúruvernd?
Fuglavernd leitar að metnaðarfullum aðila til að sinna krefjandi starfi sem felur í sér markvissa miðlun þekkingar um náttúru og líffræðilega fjölbreytni til hagsmunaaðila, samstarfsaðila og almennings.
Starfið felur í sér að sinna samfélagsmiðlum og vefsíðu LIFE verkefnis um endurheimt votlendis í þágu fugla, gróðurs og loftslags, skrifa fréttatilkynningar og eiga í samskiptum við fjölmiðla og fjölmiðlafulltrúa, ásamt því að skipuleggja atburði og uppákomur í samstarfi við önnur félög og stofnanir og sjá til þess að heildarásýnd verkefnisins veki traust og áhuga.
Gerð er krafa um:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Afburðagott vísindalæsi ásamt áhuga á náttúru Íslands, náttúruvernd og umhverfismálum
- Afburðahæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
- Framúrskarandi vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
- Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Æskileg hæfni:
- Reynsla af verkefnastjórnun tengt miðlun og kynningarmálum
- Reynsla af notkun samfélagsmiðla á markvissan hátt
- Hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan og markvissan hátt til ólíkra markhópa
- Reynsla af viðburðastjórnun
- Þekking og reynsla af uppsetningu efnis á myndrænan hátt
- Þekking og reynsla af gerð myndbanda
- Reynsla af notkun vefumsjónarkerfa
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við viðkomandi stéttarfélag.
Starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2025.
Umsókn skal vera skrifleg og samanstanda af ferilskrá og kynningarbréfi sem lýsir umsækjanda og af hverju viðkomandi telur sig hæfan í starfið og vill sinna því.
Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2025. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir skal senda á fuglavernd@fuglavernd.is.