HAXI – Hagsmunafélag líffræðinema

HAXI – Hagsmunafélag líffræðinema kom í sína árlegu vísindaferð til Fuglaverndar.

20. febrúar kom HAXI – Hagsmunafélag líffræðinema í sína árlegu vísindaferð til Fuglaverndar. Það er alltaf ánægjulegt að taka á móti þessum verðandi líffræðingum og að sjálfsögðu vonum við að margir þeirra munu leggja fyrir sig rannsóknir og störf innan líffræðinnar sem að verða fuglum til framdráttar.

Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fuglaverndar kynnti starfsemi félagsins fyrir Haxverja og hér má skoða kynninguna hennar.

Aron Alexander Þorvarðarson líffræðingur og starfsmaður Fuglaverndar var með erindi um ERF- endurheimt votlendis verkefnið sem hann vinnur að fyrir Fuglavernd.

Að lokinni fræðslu bauð Fuglavernd upp á sushi og drykki og spunnust líflegar umræður um félagið, starfið og margt annað skemmtilegt.

Gott og skemmtilegt boð og Fuglavernd hlakkar til að taka á móti næsta hópi að ári liðnu.