Athugunarstaðir garðfuglahelgar voru 49 þetta árið. Þátttakendur voru 57, sem sagt á sumum stöðum voru fleri en einn að telja. Það voru 15 tegundir skráðar en alls sáust 3028 fuglar. Við þökkum þeim sem að tóku þátt í talningunni.
Í fyrra voru athugunarstaðir alls 153 og sáust fuglar í 143 görðum (93,5%). Skráðir þátttakendur voru 202, sem var miklu betri þátttaka en á þessu ári. Með aukinni þátttöku sjást fleiri fuglar og að sama skapi með minni þátttöku; færri fuglar. Í fyrra sáust 14.416 fuglar af 19 tegundum í görðum þátttakenda. Flestir fuglar sáust í garði á Stokkseyri (694) og flestar tegundir í garði í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Snjótittlingar voru helmingur þeirra fugla sem voru skráð.
Þið sem að misstuð af garðfuglahelgi þessa árs, Fuglavernd hvetur ykkur til að taka þátt að ári liðnu eða hefja þátttöku í garðfuglakönnun á komandi hausti, veturlangt