2. nóvember s.l. sýndu Edward Rickson og Sigmundur Ásgeirsson myndir hins síðarnefnda frá átta daga ferð þeirra félaga um Texas. Í máli og myndum fræddu þeir áhorfendur um hina s.k. miðfarleið fugla um Ameríku. Þeir sáu um 200 tegundir fugla á átta dögum og kynntust ýmsu fólki með sama áhugamál og þeir; fugla og ljósmyndun fugla. Þeir félagar tóku eftir að hlutfall karla og kvenna á þessum slóðum var nokkuð jafnt hjá þeim sem að munduðu sjónauka eða myndavélar að fuglunum.
Eikarskríkja. Ljsm. Sigmundur Ásgeirsson