Loftmynd af Friðlandi í Flóa. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.
Fuglavernd rekur friðlönd fyrir fugla og hvetur til að miklvæg svæði verði vernduð með tilliti til fugla:
- Friðland í Flóa
- Hafnarhólma á Borgarfirði Eystra
- Vatnsmýrina í Reykjavík
- Vinnur að skráningu, upplýsingasöfnun og verndun mikilvægra fuglasvæða á Ísland (Important Bird Areas; IBA)
Félagar eru um 1300. Félagið heldur myndasýningar og fyrirlestra um fugla og fer í fuglaskoðun með félögum. Það gefur út tímaritið FUGLAR sem fjallar um fugla og málefni tengd fuglum.
Fuglavernd er aðili að Birdlife International sem eru samtök fuglaverndarfélaga um allan heim.
Með aðild tekur þú þátt í fugla- og náttúruvernd, vertu með í Fuglavernd!