Tveir sjálfboðaliðar nýttu frídag til að endurnýja forn skilti og setja upp ný skilti í og við Friðland fugla í Flóa. Gömlu skiltin voru orðin máð og skiltið við vegamótin sást ekki úr bíl sem ók framhjá og var orðið ansi snjáð. Nýtt skilti var sett upp til að vísa fólki veginn. Það bar tilætlaðan árangur. Á meðan skiltafólkið bætti við stikum á gönguleiðinni um Friðlandið renndu ferðamenn í hlaðið, sumir því þeir höfðu lesið um Friðlandið og ætlað sér þangað aðrir komu því að þeir sáu skiltið við vegamótin.
Sunnan vindur og skúrir á köflum var þegar verkið hófst en það brast á með blíðu þegar drukkið var te á palli fuglaskoðunarhússins að verki loknu. Ljósmyndir; Anna María Lind Geirsdóttir.