Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.

Horfið til grágæsa 27. og 28. nóvember!

Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann

Ágætu gæsaáhugamenn!

Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 27.–28. nóvember 2021.

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um allar gæsir sem vart verður við næstu daga og eins hvenær menn sáu síðast fugla á gæsaslóðum. Gagnlegt væri að fá eins nákvæmar staðsetningar og unnt er og eins mat á fjölda fugla. Upplýsingarnar verða sendar samstarfsaðilum á Bretlandseyjum sem taka saman árlegar skýrslur um talningarnar: sjá: https://monitoring.wwt.org.uk/our-work/goose-swan-monitoring-programme/reports-newsletter/

Í nóvember 2020 fundust hér á landi um 13000 grágæsir, sjá https://monitoring.wwt.org.uk/wp-content/uploads/2021/09/2020-IGC-report-final-1.pdf

Vinsamlega sendið upplýsingar til Svenju N.V. Auhage hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (svenja@ni.is), einnig tekur Arnór Þ. Sigfússon hjá Verkís (ats@verkis.is) á móti slíkum upplýsingum .