Ljsm. @Eyþór Ingi Jónsson, Tveir auðnutittlingar.
Vegna nokkurra fyrirspurna vill Fuglavernd árétta að garðfuglakönnunin er fyrir alla sem vilja og geta talið fugla í görðum sínum. Hún er ekki bundin við garða í þéttbýli. Garðar eru misstórir og þar þrífst mismunandi fuglalíf. Þar af leiðandi er mikilvægt að sem flestir á sem ólíkustu stöðum taki þátt. Allir velkomnir til þátttöku jafnt í þéttbýli sem strjálbýli.
Þeir sem koma nýjir inn í talninguna þurfa að fylla út þann hluta skráningareyðublaðsins sem er með upplýsingar um þáttakandann eða þátttakendur, gerð og stærð garðs og hvort fóðrað sé.
2021-2022_Gardfuglakonnun og leiðbeiningar
Þetta gæti virðst vera torf við fyrstu sýn en þegar verkið er hafið er þetta ekkert mál. Þeim mun fleiri sem taka þátt þeim mun betri upplýsingar fást um fuglaflóruna okkar.
Nánari lýsing á Garðfuglakönnun og eyðublöð
Ef þið lendið í vanda hafið samband við fuglavernd[hja]fuglavernd.is