Garðfuglakönnunin 2021-22 hefst sunnudaginn 24. október

Hin árlega garðfuglakönnunn hefst sunnudaginn 24. október, fyrsta sunnudag eftir upphaf vetrar.

Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með. Allt fuglaáhugafólk er hvatt til að kynna sér efnið og taka þátt.

Allir geta tekið þátt, jafnt fullorðnir og börn, sem hafa áhuga á fuglum og að fylgjast með fuglum.  Þeir sem fóðra fugla í garðinum sínum eru í góðri aðstöðu og hvattir til að taka þátt.

Lesa meira um fóðrun garðfugla, fuglagarðinn og garðfuglategundir.

Garðfuglakönnun – eyðublöð

Þrenns konar útgáfur verða af eyðublöðunum, svo þú velur hvað þér hentar best hvort sem það er að skrá beint í tölvu eða prenta út og skrá í höndunum.

Garðfuglakönnun skráning  2021-2022 .pdf

Garðfuglakönnun skráning  og leiðbeiningar 2020-2021

Garðfuglakönnun vikutalningarblað.pdf

Garðfuglakönnun lýkur síðan laugardaginn 23. apríl 2022.

Niðurstöður athugunar
Að loknum athugunartíma má senda niðurstöður á fuglavernd@fuglavernd.is  eða í pósti merkt: Fuglavernd, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.