Sólblómafræ hafa klárast í vefbúðinni okkar hjá Fuglavernd en munu verða komin aftur til sölu þegar nær dregur vetri. Sama er að segja um fóðrara og annað tengt fóðrun fugla. Munum við auglýsa það hér á fréttaveitu okkar.
Við viljum benda á að þegar hlýindi eru að sumri er ekki mjög gott að fóðra fugla sem þá koma margir saman á litlum fleti og þá eru meiri líkur á smitum milli þeirra, ef einhverjir fuglasjúkdómar eru á ferli. Einnig er gnótt ætis að sumri nema það sé þeim mun kaldara. Þegar kólna fer þá er kominn tími til að athuga með fóðrun.
6