Fjöruhreinsun í Selvogi 31.ágúst

Bandaríska sendiráðið í Reykjavík og Blái herinn, í samstarfi við Fuglavernd, býður til hreinsunarátaks í Selvogi miðvikudaginn 31. ágúst. Þetta er tækifæri til að sameinast um verndun umhverfisins, og hreinsa hluta af þessu fallega landi, sem er annaðhvort gestgjafi okkar eða heimili. Við munum eyða nokkrum klukkustundum í að hreinsa rusl í fjörum, undir leiðsögn landeigenda, en síðan mun sveitarfélagið Ölfus og landeigendur í Selvogi bjóða til grillveislu, til að fagna samstarfinu.

Sendiráðið mun sjá um flutning á sjálfboðaliðum til og frá staðnum. Brottför verður frá miðbæ Reykjavíkur kl. 11:00, staðsetning birt síðar. Þeir sem óska að koma á eigin bílum geta hitt hópinn við Strandarkirkju um hádegið.  Við hvetjum fólk að sjálfsögðu til að sameinast um bíla.

Þeir sem vilja taka þátt vinsamlegast sendið okkur póst á fuglavernd@fuglavernd.is og látið fylgja með upplýsingar um hvort þið komið á eigin vegum eða með rútu senduráðsins.

Við hvetjum alla til að taka þátt, unga sem aldna en munið eftir góðum hlífðarfötum.
Sjáum sem flesta 31. ágúst.