Landsmót fuglaáhugamanna verður haldið á Djúpavogi helgina 9.-11. maí.
Dagskráin getur tekið breytingum vegna veðurs
Föstudagur 9. maí
Mæting á Hótel Framtíð. Setning er klukkan 20:00 og síðan munu þeir félagar Björn og Binni frá Höfn vera með kynningu á því hvernig best er að greina máfa
Laugardagur 10. maí
Lagt verður af stað klukkan 8:00 frá Hótel Framtíð í skoðunarferð. Byrjað verður að skoða syðst í Álftafirði og haldið áfram í átt að Búlandsnesi. Kaffi- og nestisstopp verður þar sem hentar.
Klukkan 20:00 verður kvöldverður á Hótel Framtíð. Eftir hann verður Jóhann Óli Hilmarsson með kynningu á náttúru og dýralífi á Svalbarða og einnig frá svæðinu í kring um Djúpavog.
Sunnudagur 11. maí
Dagskrá sunnudagsins er nokkuð opin en stefnt er að því að skoða Teigarhorn, Hálsaskóg og fleiri áhugaverða staði.
Skráning og nánari upplýsingar á: albert@djupivogur.is kristjan@djupivogur.is
Hægt er að fylgjast með breytingum sem verða á facebook síðu birds.is og á www.fuglar.is
Meðfylgjandi mynd er af ósamáfi sem Brynjúlfur Brynjólfsson tók nýverið.