Fuglavernd í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur verður með fuglaskoðun í Heiðmörk fimmtudagskvöldið 4. júlí. Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 20:00, frá Elliðavatnsbænum, sjá meðfylgjandi kort, og gengið meðfram vatninu og um nágrenni þess. Við megum búast við að sjá jaðrakan, óðinshana og himbrima ásamt öðrum tegundum og mun Edward Rickson leiða gönguna.
Allir velkomnir – munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina með og vera vel klædd.
Á ljósmyndinni má sjá óðinshana veitast að jaðrakan. Sigurjón Einarsson tók myndina.