Gönguferðir um Krýsuvíkursvæðið 9. maí

Fimmtudaginn 9. maí bjóða náttúruverndarsamtök alla náttúruunnendur velkoma til Krýsuvíkur til að skoða þetta fallega svæði. Kynnisferðir bjóða upp á sætaferðir frá BSÍ kl. 10:15 með viðkomu á N1 Hafnarfirði kl. 10:30 – en þeir sem ætla að nýta sér það sendi okkur línu á fuglavernd@fuglavernd.is eða skrái sig á fésbók síðu atburðarins.

Dagskrá hefst í Seltúni kl. 11:00.

Boðið verður upp á nokkrar stuttar og fræðandi gönguferðir um svæðið þannig að fólk geti valið þá göngu sem það vill eða farið í allar göngurnar, sem verða leiddar af staðkunnugum.

1. Hverasvæðið í Seltúni kl. 11:00
Gengið um litríkt hverasvæðið og fyrirbrigði þess skoðuð í fylgd jarðfræðings.
Seltún hafnaði í orkunýtingarflokki í rammaáætlun.

2. Sveifluháls – Pínir kl. 11:30
Gengið verður upp að hvernum Píni ofan við Seltún. Örlítið ofar á hálsinum fæst
gott útsýni yfir fyrirhugað virkjanasvæði og næsta umhverfi.

3. Grænavatn – Austurengjahver kl. 12:15 – 13:30.
Frá hinu iðagræna Grænavatni og upp í Austurengjar er stutt ganga. Austurengjahver var settur
í biðflokk í rammaáætlun.

 

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Náttúruvaktin, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Framtíðarlandið, Fuglavernd og fleiri náttúruverndarsamtök.