Á Degi umhverfissins, fimmtudaginn 25. apríl, mun Jóhann Óli Hilmarsson rithöfundur, fuglaljósmyndari og formaður Fuglverndar, halda erindi í Kötlusetri í Vík um fuglalíf í Mýrdal. Jóhann Óli hefur undanfarið ár rannsakað fuglalíf við Dyrhólaós og kynnir hann niðurstöður sínar í erindinu, jafnframt sem útgáfa rannsóknarskýrslu á fuglalífi við Dyrhólaós verður kynnt. Erindið hefst kl. 15:00, allir eru velkomnir.
		22
		
	    apr, 2013
	    
    