Landeigendur Fitja áforma að koma í veg fyrir umferð við Álftarhólma og Álftatanga ( um Skrubbu) í Skorradalsvatni. Þetta er í samræmi við stefnu í tillögu að aðalskipulagi hreppsins, kf. 4.11 Vélknúin umferð á Skorradalsvatni: Öll umferð vélknúinna farartækja er bönnuð við austurenda Skorradalsvatns, þ.e. ósasvæði Fitjaár og við Álftarhólma og Álftatanga, frá 20. apríl til 1. júlí vegna viðkvæms fuglavarps á friðlandinu. Með þessu er átt við svæðið við austurenda Skorradalsvatns, þar sem Fitjaá kemur út í vatnið við Vatnshorn en það telst vera „ósasvæði Fitjaár“ eða hinar eiginlegu „fitjar“(s.71).
Fuglavernd hefur ábyggilegar heimildir fyrir því að á þessu svæði sé flórgoðar, þar verpi himbrimi og þarna sé 2-3 álftahreiður, ásamt fjölda hreiðra gæsa og anda.