Flestir sjófuglar dvelja langdvölum á hafi úti utan varptíma og því hefur þekking okkar á vistfræði sjófugla að vetrarlagi verið afar takmörkuð. Undanfarna áratugi hefur tækninni fleygt fram og framleiddir hafa verið ritar sem gera okkur kleyft að fylgjast með sjófuglum að vetrarlagi. Sumarið 2008 voru dægurritar settir á 40 fullorðna skúma á Breiðamerkursandi, 16 á eyjunni Foula, Skotlandi og 24 á Bjarnareyju, Noregi. Alls endurheimtust 23 dægurritar á næstu þremur árum og var unnt að finna út staðsetningar fuglanna yfir vetratímann sem gáfu mikilvægar upplýsingar um vetrarstöðvar skúma frá þessum þremur löndum. Ellen Magnúsdóttir fuglafræðingur ætlar að segja okkur frá þessum nýju upplýsingum um farhætti skúma.
Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og opnar húsið klukkan 20:00. Gengið er inn um aðal inngang hússins á austurhlið. Við verðum með jólakortin okkar og nýja fóðrara til sölu fyrir fundinn. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir.
[btn color=”red” text=”Fræðslufundir” url=”https://fuglavernd.is/portfolio_category/fraedslufundir/”]