Fuglavernd hvetur veiðimenn til að sýna samstöðu um hófsama veiði – það er allra hagur að rjúpnaveiðar séu sjálfbærar til framtíðar Rjúpan er hænsnfugl og sá eini sem lifir villtur á Íslandi. Rjúpan er þýðingamikill fugl í íslensku vistkerfi og m.a. forsenda fyrir tilvist fálka hér á landi.Rjúpnastofninn sveiflast reglulega og stofnstærð virðist ná hámarki á um 10 ára fresti og getur verið allt að tífaldur munur á rjúpnamergð í lágmarki og hámarki. Líklega eru það nokkrir samverkandi þættir sem hafa áhrif á sveiflurnar svo sem fæðan, sníkjudýr og afrán. Uppi eru kenningar um að umferð veiðimanna um búsvæði rjúpunnar auki viðbótarafföll umfram það sem veitt er. Við hvetjum til hóflegra veiða og að boð og bönn séu virt og minnum á að sá sem kaupir eða selur rjúpu eða afurðir hennar er að brjóta lög. Þessa fallegu mynd tók Daníel Bergmann og hefur hún einnig prýtt jólakort Fuglaverndar.
26