Tvær meistaravarnir um fugla

Bendum á meistaraprófsvarnir í líffræði sem haldnar verða núna í maí þar sem rannsóknarefnið er fuglar. Bæði erindin eru á Íslensku en það eru þau Aðalsteinn Örn Snæþórsson með erindi um varpárangur og lífslíkur rjúpuhæna að sumri og Borgný Katrínardóttir með erindi um mikilvægi hálfgróinna áreyra á Íslandi fyrir spóa.  Sjá dagana 18. og 29. maí í dagskrá félagsins og á vef Háskóla Íslands.