Loading Events

« All Events

Vetrarfuglatalning – námskeið

11. nóvember @ 18:00 - 2. desember @ 21:00
Free

Vetrarfuglatalning – námskeið 2025

 

 

Á vegum Fuglaverndar og Náttúrufræðistofnunar
Hvar og hvenær

Akureyri: 27. nóvember kl. 18-21: Borgum, Norðurslóð, 600 Akureyri
Reykjavík: 2. desember kl. 18-21: Borgarbókasafn, Menningarhús í Úlfarsárdal, Úlfarsbraut 122-124, 113 Reykjavík

 

Tilgangur námskeiðsins

Helsta markmið námskeiðsins er að kynna vetrarfuglatalningar fyrir áhugasömum svo tryggja megi nýliðun meðal talningafólks og þannig áframhaldandi vöktun á svæðum sem talin hafa verið lengi.
Farið verður yfir fyrirkomulag talninga og helstu fuglategundir sem sjást við talningar. Sérstaklega verða gerð skil á þeim tegundum sem geta vafist fyrir fólki að greina á færi.

Fyrirlesarar

27. nóvember Akureyri: Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur
2. desember Reykjavík: Aldís Erna Pálsdóttir og Borgný Katrínardóttir, fuglafræðingar
Upplýsingar um fyrirlesarana má finna á vef Náttúrfræðistofnunar

Hvað er vetrarfuglatalning?

Sjötíu ár eru frá því byrjað var að telja fuga að vetrarlagi og er markmið talninganna að kanna fjölda og dreifingu einstakra tegunda í mismunandi landshlutum. Einnig nýtast gögnin til að meta stofnbreytingar hjá sumum tegundum. Fuglaáhugamenn hafa frá upphafi borið hitann og þungann af þessu starfi.
Náttúrufræðistofnun hefur um langt skeið skipulagt fuglatalningar áhugamanna sem sinna þeim í sjálfboðavinnu um áramótin. Sú fyrsta var 21. desember 1952, á stysta degi ársins, og var þá talið á 10 svæðum og er enn talið á sumum þeirra. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og nú er að jafnaði talið á yfir 200 svæðum árlega. Alls hefur verið talið á um 370 svæðum og eru einstakar talningar orðnar um sjö þúsund. Talningasvæðin eru dreifð um láglendi um allt land en flest eru við sjávarsíðuna þar sem flestra fugla er von á þessum árstíma. Samanlögð lengd strandlengjunnar innan talningarsvæðanna er um 1.800 km eða um þriðjungur af strönd Íslands ef hún er 5.000–6.000 km löng. Alla jafna er talið á milli jóla og nýárs ef það hittir á helgi án helgidaga, annars snemma í janúar. Ekkert er því til fyrirstöðu að fleiri en einn telji hvert svæði, vilji fólk skrá sig saman.

 

Hæfnikröfur sem talningafólk þarf að uppfylla:

1. Líkamlega fær um að ganga í misgóðu vetrarfæri með strandlengju en flest snið eru nokkrir kílómetrar og geta tekið 3-5 klukkustundir að telja
2. Eiga sjónauka til að nota við talningar
3. Grunnþekking á fuglum landsins og færni til að tegundagreina fugla í nokkurri fjarlægð
4. Vera reiðubúin til að skuldbinda sig í að telja í einhver ár

Vinsamlega skráið ykkur í netfangið fuglavernd@fuglavernd.is
Akureyri: Fyrir kl. 14, 27. nóvember.
Reykjavík: fyrir kl. 14, 2. desember.

Hér eru ýmsar upplýsingar um talningarnar sem og niðurstöður úr vetrarfuglatalningum

 

Details

  • Start: 11. nóvember @ 18:00
  • End: 2. desember @ 21:00
  • Cost: Free
  • Event Category: