Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Frumsýning: Heimildarmyndin Fuglalíf sem fjallar um Jóhann Óla Hilmarsson

29. september @ 20:00 - 21:30

ISK2190
Jóhann Óli Hilmarsson heimildarmynd
Fuglavernd barst fréttatilkynning um heimildarmynd á RIFF kvikmyndahátíð

Jóhann Óli Hilmarsson var á dögunum sæmdur náttúruverndarviðurkenningu, kennda við Sígríði Tómasdóttur frá Brattholti, á degi íslenskrar náttúru, þann 16.september síðastliðinn. Þann 29. September næstkomandi verður frumsýnd heimildarmyndin Fuglalíf, eftir Heimi Frey Hlöðversson á kvikmyndahátíðinni RIFF. Myndin varpar ljósi á líf og starf Jóhanns Óla og er nokkurs konar uppgjör á ævistarfi hans. Myndin er spegill inn í líf manns sem hefur helgað náttúrunni krafta sína og skrásett hana og ljósmyndað alla sína ævi. Því fylgja oft löng ferðalög, jafnt innanlands sem til fjarlægra deilda jarðar.

Compass films sá um framleiðslu á myndinni og Heimir Freyr leikstýrði og klippti. Pétur Þór Ragnarsson sá svo um kvikmyndatöku sem og litgreiningu. Þeir Heimir og Pétur hafa síðan verið í frekara samstarfi í framhaldinu og voru meðal annars í lykilhlutverkum við gerð myndarinnar Vélsmiðja 1913 sem frumsýnd var á Skjaldborg síðastliðið vor og var vel tekið.

“Samstarfið við gerð Fuglalífs varð til þess að við fórum að vinna meira saman og höfum sinnt fjölmörgum verkefnum upp á síðkastið. Við köllum okkur Yellowleg sem er nokkurs konar tenging við myndina Fuglalíf, en Yellowleg er enska heitið á mosastelk og hrísastelk, sem eru flækingsfuglar á íslandi. Aðspurðir segjast þeir félagar vera með nýja heimildamynd á teikniborðinu sem vonandi verði að megninu til í tökum í vetur og næsta sumar.”

Myndin verður svo í framhaldinu sýnd í sjónvarpi allra landsmanna, RÚV.

 

Hér er hægt er að kaupa miða á frumsýninguna 

Hér er hægt að fá smá nasaþef af myndinni (trailer)

Details

Date:
29. september
Time:
20:00 - 21:30
Cost:
ISK2190
Event Category: