Loading Events

« All Events

Hverfandi hljóðheimur íslenska sumarsins?

18. mars @ 19:30 - 20:30

Ógnir og staða íslenskra mófugla.

Söngur íslenskra mófugla er eitt af einkennum íslenska sumarsins. Hér á Íslandi má enn finna stór opin búsvæði sem eru kjörvarpstöðvar ýmissa fuglategunda og er þéttleiki ýmissa vaðfugla með því hæsta sem þekkist í heiminum. Fjöldi ógna steðja að þessum tegundum, þá helst vegna mannlegrar uppbygginar og tilheyrandi búsvæðabreytinga. Stór hluti mófugla Íslands eru vaðfuglar sem fer almennt fækkandi í heiminum þar sem búsvæði þeirra minnka ört. Þessar tegundir eru langlífar og því geta áhrif búsvæðamissis verið lengi að koma fram. Í erindinu verður farið yfir stöðu íslenska mófugla og auk þess stiklað á stóru um rannsóknir sem hafa verið stundaðar um áhrif ýmissar landnotkunar (hús, vegir, raflínur og skógar) á þéttleika mófugla í nánasta umhverfi og hvaða áhrif þau hafa á þéttleika og klakárangur þessara tegunda

Aldís Erna Pálsdóttir er vistfræðingur og starfar hjá Náttúrfræðistofnun Íslands. Aldís situr í stjórn Fuglaverndar.

Hún lauk Ph.D. í líffræði frá líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, 2022.

Frítt inn fyrir félaga en 1000 krónur fyrir aðra gesti.

Starfsmaður Fuglaverndar verður á staðnum og hægt verður að að fá tímaritið  BirdLife International gefins eða að láni. Einnig verða nokkrir fóðrarar úr verslun Fuglaverndar til sölu á staðnum.

Details

Date:
18. mars
Time:
19:30 - 20:30
Event Category: