Garðfuglahelgin 27. – 30. janúar 2023 – Allir geta tekið þátt

Garðfuglahelgi að vetri hefst  27. janúar og stendur til og með 30. janúar 2023. Allir sem hafa áhuga á fuglum eru velkomnir með í þessa helgar könnun sem fer fram í garðinum hjá þér! Viðburðurinn stendur í 3 daga. Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu […]

HAXI heimsækja Fuglavernd og fræðast

Fuglavernd Hverfisgata 105, Reykjavík, Iceland

Hagsmunafélag líffræðinema HÍ munu heimsækja Fuglavernd til að kynnast starfseminni og fræðast um fugla.

Fuglaskoðun í Portúgal

Sal Arionbanka Borgartún 19, Reykjavík

Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson sýna myndir og segja frá fuglaskoðun í Portúgal. Myndakvöldið verður í sal Arion banka í Borgartúni, Reykjavík 2. febrúar og hefst kl. 19:30. Frítt fyrir félagsmenn og 1000 kr fyrir utanfélagsmenn. Fuglaskoðun í Portúgal, samvinnuverkefni Fuglaverndar og Portúgalska fuglaverndarfélagsins, SPEA. Þann 18. apríl 2019 héldu 12 kampakátir Íslendingar af […]

Í upphafi skyldi endinn skoða.

Askja, Háskóli Íslands Askja, Háskóli Íslands, Reykjavík, Iceland

Að beisla vindinn og nýta til rafmagnsframleiðslu getur hljómað vel í eyrum margra, sérstaklega þegar litið er til þeirrar loftslagsváar sem við stöndum frammi fyrir og nauðsyn þess að beina orkuframleiðsla inn á umhverfisvænni brautir. Litið er til grænna lausna í auknum mæli, en er nýting vindorka eins græn og haldið hefur verið á lofti? […]

Frítt

Aðalfundur Fuglaverndar 2023

Aðalfundur Fuglaverndar 2023 Aðalfundur fuglaverndar fyrir starfsárið 2022 verður haldinn fimmtudaginn 23. mars að Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík klukkan 17:00-18:00 Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rann út 14.febrúar en á hverju ári ganga þrír úr stjórn félagsins og annað hvert ár gengur formaður úr stjórn. Í ár er sæti formanns laust og […]

Vorverk í Vatnsmýrinni – sjálboðaliðar Fuglaverndar taka til hendinni

Norræna húsið Sæmundargata, Reykjavík, Reykjavík, Iceland

Vorverk í Vatnsmýrinni - sjálboðaliðar Fuglaverndar taka til hendinni og allir eru hjartanlega velkomnir. Vorverk í friðlandinu í Vatnsmýrinni Fyrirhugað er að hafa hinn árlega tiltektardag í fuglafriðlandinu í Vatnsmýri í Reykjavík  laugardaginn 15. apríl 2023. kl. 11-15. Þá plokkum við rusl, hreinsum til og dyttum að ýmsu til að gera allt klárt áður en fuglarnir […]

Frítt

Friðland í Flóa vinnudagur

Friðlandið í Flóa Floi bird reserve, Ölfus, Iceland

Fimmtudaginn 27. apríl ætla félagar í Fuglavernd að hittastvið fuglaskoðunarhús Friðlands í Flóa og dytta að ýmsu. Svona lítur verkefnalistinn út: Verkefnin eru eftirfarandi -Hvað er hægt að gera við hurð sem að bólgnaði upp í vetur og var ekki hægt að opna? Hefla undan? -Rétta af hlið og endagirðingastaur -Þrífa kamar -Þrífa inni í […]

Myndasýningarkvöld Canon og Fuglaverndar 4. maí í Origo

Origosalurinn

Daníel Bergmenn og finnskur verðlaunaljósmyndari   Canon og Origo, í samstarfi við Fuglavernd, efna til viðburðar fimmutdaginn 4. maí nk. þar sem tvær kanónur á sviði fuglaljósmyndunnar muna sýna sínar ljósmyndir og segja sögurnar á bak við þær. Annars vegar Daníel Bergmann sem mun fjalla um ólíka stíla í fuglaljósmyndun og hvernig hans sýn hefur […]

Prófaðu Canon ljósmyndabúnað í Friðlandinu í Flóa

Friðlandið í Flóa Floi bird reserve, Ölfus, Iceland

Canon, Fuglavernd og Origo standa fyrir viðburði í Friðlandinu í Flóa laugardaginn 6. maí frá kl. 10.00 – 14.00 þar sem Canon notendum gefst kostur á að prófa mikið úrval af Canon EOS R ljósmyndabúnaði, m.a. langar aðdrátttarlinsur, við náttúrulegar aðstæður. Náttúrulífsljósmyndarinn Daníel Bergmann verður á staðnum og mun leiðbeina fólki varðandi umgengni um Friðlandið […]

Fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa

Mánudaginn 5. júní  verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Trausti Gunnarsson, leiðsögumaður og varamaður stjórnar Fuglaverndar. Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu við bílastæðið í Friðlandinu Fuglaskoðunin hefst kl. 18:30 Tímalengd: 1-1,5 klt. Nauðsynlegur fatnaður: Gúmmístígvél. Hlýr fatnaður. Mikilvægur útbúnaður: Sjónauki. Hámarksfjöldi er 20 manns. Vinsamlega skráið ykkur […]