Events Search and Views Navigation
október 2017
Skilafrestur: Tillaga að stækkun friðlands Þjórsárvera
Sjá frétt á vef UAR: Tillaga að stækkun friðlands Þjórsárvera til kynningar Frestur til að skila umsögnum og athugasemdum vegna tillögunnar er til 3. október 2017 og má senda þær á netfangið postur@uar.is eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík. Gögn um Þjórsárver Drög að auglýsingu um friðland í Þjórsárverum (pdf-skjal) Kort – Þjórsárver, afmörkun friðlands (pdf-skjal) Kort – Þjórsárver, reiðleiðir (pdf-skjal) Kort – Þjórsárver, varpland (pdf-skjal) Kort – Þjórsárver, vetrarakstur (pdf-skjal)
Find out more »Skilafrestur: Athugasemdir um frummatsskýrslu Svartárvirkjun í Bárðardal
Húsöndin dvelur á Svartá árið um kring og áin hefur mikla þýðingu fyrir verndun þessarar tegundar. Ljósmynd: Daníel Bergmann. Athugasemdir við frummatsskýrslu Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum um Svartárvirkjun í Bárðardal hefur verið birt á vef Verkís. Frummatsskýrslan hefur nú verið send til Skipulagsstofnunar til umfjöllunar og stendur kynning á skýrslunni yfir til 23. október 2017. Hægt er að gera athugasemdir og koma ábendingum á framfæri við Skipulagsstofnun með því að senda tölvupóst á netfangið: skipulag@skipulag.is eða senda bréf stílað á:…
Find out more »nóvember 2017
Skilafrestur: Athugasemdir við allt að 9,3 MW virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu, Skaftárhreppi
Hjá Skipulagsstofnun er nú til kynningar frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum Allt að 9,3 MW virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu, Skaftárhreppi. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. nóvember 2017 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaptárhreppi eru með síðu á Facebook sem gjarnan má líka við. Þá hefur félagið skrifað bréf til félagsmanna og tekið saman texta sem…
Find out more »janúar 2019
Skilafrestur: Friðlýsing Akureyjar á Kollafirði
Skilafrestur athugasemda 2. janúar 2019 Frestur til að skila athugasemdum við áform Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar er til og með 2. janúar 2019. Athugasemdum má skila á vef Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Sjá: Friðlýsing Akureyar á Kollafirði í augsýn Skjöl: Umsagnir
Find out more »maí 2019
Skilafrestur: Athugasemdir við friðlýsingu Akureyjar á Kollafirði
Reykjavíkurborg og Umhverfisstofnun hafa undanfarið unnið að undirbúningi friðlýsingar Akureyjar í Kollafirði og er tillagan hér með auglýst til kynningar og umsagnar. Frestur til að skila athugasemdum við tillögu Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar er til og með 1. maí 2019 Í tillögu að friðlýsingu Akureyjar er lagt til að öll landtaka á sjó verði óheimil nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá er lagt til að hámarkshraði vélknúinna farartækja á sjó innan friðlandsins verði 4 sjómílur. Lagt er til að umferð vatnatækja, s.s.…
Find out more »