Jaðrakanar í votlendi
Möguleikar kannaðir á endurheimt votlendis
Líffræðilegur fjölbreytileiki votlendis á láglendi á Íslandi er mikill og að sama skapi eru hér mikilvæg votlendissvæði á heimsvísu fyrir vaðfugla s.s. spóa, hrossagauk, lóuþræl og stelk, sem og fyrir andfugla eins og blesgæs. Meirihluti votlendis Íslands hefur verið ræst fram í þágu landbúnaðar og mörg svæðanna eru í dag ofbeitt eða ónytjuð. Meira en 350.000 ha af eyðilögðum votlendisvistkerfum eru ekki lengur nýtt og losa þau 70% kolefnis í andrúmsloftið hérlendis. Athuganir hafa leitt í ljós að einungis 3% alls votlendis á Suðurlandi er eftir óraskað og 18% votlendis á Vesturlandi.
Markmiðið með því að fara af stað með þetta verkefni var að skoða leiðir og þróa kostnaðar- og verkáætlun til að endurheimta land sem mögulega gæti staðið til boða. Mæta þurfti óskum og kröfum hagsmunaaðila á svæðinu þar sem áhersla var lögð á þrennt; líffræðilegan fjölbreytileika, félagsleg og efnahagsleg áhrif. Fyrir valinu varð Hvalfjarðarsveit, m.a. vegna þess að þar er mjög fjölbreyttur hópur hagsmunaaðila; þar er iðnaður, landbúnaður og láxá, en ekki síst vegna þess að Grunnafjörður í Hvalfjarðarsveit er Ramsar svæði, sem er svæði sérstaklega verndað fyrir votlendisfugla með alþjóðlegt gildi.
Með því að vera í samstarfi við sveitarfélagið, landeigendur og aðra hagsmunaaðila stefndi verkefnið að því að endurheimta búsvæði í votlendi á skilgreindum svæðum. Þessar framkvæmdir áttu ekki aðeins vernda afkomu fugla og auka fiskgengd heldur einnig vera hluti af kolefnisjöfnun. Árangurinn væri mælanlegur í hærri grunnvatnsborði, bættum vatnsgæðum og endurbættum búsvæðum. Að auki stefndi verkefnið að því að vera fyrirmynd að öðrum verkefnum á sambærilegum svæðum á láglendi Íslands. Verkefnið var styrkt af ELSP Programme /Cambridge Conservation Initiative . Verkefnisstjóri var Polina Moroz, umhverfisfræðingur af rússneskum uppruna, og samskipta- og þjónustufulltrúi á vettvangi var Ásta Marý Stefánsdóttir frá Skipanesi.
Hér má sjá lýsingu á verkefninu á heimasíðu ELSP:Endangerd Landcapes and Seascapes Programme.
Grunnafjörður og Hvalfjörður - Myndir af votlendi
©Fuglavernd 2021 | Hverfisgötu 105 | 101 Reykjavík | kt.5007700159 | Opið:_mán-fim kl. 9-13 | +354 562 0477| fuglavernd@fuglavernd.is