Hér eru viðskiptaskilmálar um vefverslun Fuglaverndar.

Afhendingarmáti

Val er um afhendingarmáta, sótt eða sent.

Sótt: Vörur eru sóttar á skrifstofu Fuglaverndar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

Sent: Vörur eru sendar með Póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Fuglavernd ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningum.

Greiðslur

Vefgátt Borgunar: Greiðslur í vefverslun fara fram með öruggum hætti á greiðslusíðu Borgunar. Þar er tekið við kreditkortum og debetkortum. Hægt er að taka við greiðslum í íslenskum krónum og erlendri mynt. Greiðslur fara fram í vottuðu umhverfi sem uppfyllir PCI DSS öryggisstaðalinn.

Millifærsla í heimabanka: Viðskiptavinur lýkur pöntun í vefverslun og velur millifærslu sem greiðsluleið. Í heimabanka þarf viðskiptavinur að millifæra upphæð pöntunar á bankareikning Fuglaverndar, 302-26-22994, kennitala: 500770-0159. Gott er að nota pöntunarnúmerið sem tilvísun og senda kvittun fyrir millifærslunni á netfangið fuglavernd@fuglavernd.is 

Lög og reglugerðir

Um skilmála þessa gilda:

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður leggst við verð vöru í vefversluninni, ef valið er að fá vöruna senda með Póstinum.

Sé vara sótt á skrifstofu Fuglaverndar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík þá bætist sendingarkostnaður ekki við verð vöru í vefversluninni.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru án VSK og reikningar eru gefnir út án virðisaukaskatts, þar sem félagið starfar án hagnaðarmarkmiða og er velta undanþegin vsk skv RKS.is

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Viðskiptavinir vefverslunar hafa 14 daga frá því að pöntun er gerð og greidd til þess að skila ógallaðri vöru og/eða hætta við kaupin án nokkurra skýringa og fá vöruna endurgreidda. Viðskiptavin ber að sjálfsögðu skylda til að skila vörunni óskemmdri til seljanda, hafi afhending farið fram. Þegar vara er sérsniðin að kröfum viðskiptavinar eða innsigli hefur verið rofið, gilda ekki ákvæði laga um að falla frá samningi.

Ef viðskiptavinur nýtir þann rétt sinn að falla frá samningi er seljanda skylt að endurgreiða honum, án nokkurs kostnaðar þær greiðslur sem þegar hafa verið inntar af hendi. Slík endurgreiðsla skal fara fram eins fljótt og kostur er og eigi síðar en eftir 30 daga.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Fyrirvari

Allar upplýsingar í vefverslun og viðskiptaskilmálum vefverslunar, eru gerðar með fyrirvara um innsláttarvillur og birgðastöðu.


Síðast breytt: 29. nóvember 2017