Hettusöngvari

Hettusöngvari - kvenfugl
Hettusöngvari, kvenfugl. Ljósmynd: Örn Óskarsson

Fræðiheiti: Sylvia atricapilla.

Ætt: Söngvaraætt (Sylviidae).

Einkenni: Karlfuglinn er grár að lit og með svarta hettu. Kvenfuglar og ungfuglar eru með ryðbrúna hettu. Svipaður að stærð og auðnutittlingur.

Búsvæði: Skógarfugl, aðallega í lauftrjám, verpur í görðum þar sem nægur undirgróður er til staðar.

Hettusöngvari - karlfugl
Hettusöngvari, karlfugl. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Far: Árviss flækingur á haustin og algengastur þeirra söngvara sem koma til Íslands.

Varptími: Í Norðvestur Evrópu er varptíminn frá síðla apríl til fyrrihluta júlí.

Fæða: Aðallega skordýr yfir varptímann, ávextir á öðrum tímum. Fæðuval að vetrarlagi fjölbreyttara og kemur þá í fuglafóður.

Stofnstærð:

EVRÓPA (VARPPÖR) ÍSLAND (VARPPÖR) ÍSLAND VETUR (EINSTAKLINGAR)
25.000.000-49.000.000 0 0-20