Stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum – opinn fundur

Fulltrúar Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Starfandi umhverfisráðherra og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar voru í hópnum.

Mánudagskvöldið 16. október héldu Fuglavernd, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands opinn fund í Norræna húsinu um stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum.

Fundinum var streypt á vef Norræna hússins og á samfélagsmiðlum náttúruverndarsamtakanna. Í umræðu voru notuð #umhverfismál og #kosningar2017.

Öllum framboðum bauðst að taka þátt í fundinum, en ekki komu fulltrúar frá Alþýðufylkingunni,  Dögun, Flokki fólksins eða Miðflokknum.

Á fundinum í Norræna húsinu var stóriðjustefnan endanlega slegin af. Viðreisn, Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og VG, allir sammála um að stóriðjan hefði sungið sitt síðasta. Flestir flokkar voru lýstu sig hlynnta stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Allir voru jákvæðir fyrir stofnun þjóðgarðs.

Hér má horfa á upptöku af fundinum frá því á mánudagskvöld.

 

Umhverfisstefna stjórnmálaflokkanna

Opinn fundur um umhverfisstefnu stjórnmálaflokkanna.
Hvar: Norræna húsinu við Sæmundargötu, 101 Reykjavík
Hvenær: Mánudag 16. október kl. 20:00

Fuglavernd, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands efna til opins fundar mánudaginn 16. október um stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum.
Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 20.

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða spurðir um stefnu þeirra varðandi tvö meginmál:

  1. Stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands, hver er stefna framboðsins?
  2. Hvernig skal vernda lífríki hafsins – hér heima og á alþjóðavettvangi – gegn mengun, súrnun, og öðrum skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga?

Að kynningum loknum munu fundargestir fá tækifæri til að spyrja fulltrúa stjórnmálaflokkanna spurninga úr sal um stefnu þeirra í umhverfis- og náttúruverndarmálum.