Plastmengun er vandamál sem fer ört vaxandi en á hverju ári eru framleiddar um 300 milljónir tonna af plasti, þar af helmingurinn einnota. Um átta milljónir af plasti enda árlega í hafinu með skelfilegum afleiðingum fyrir lífríkið. Við getum leyst vandamálið með fræðslu og aðgerðum en nauðsynlegt er að endurhugsa það hvernig við notum plast.
A Plastic Ocean er heimildarmynd sem fjallar um plastmengun í hafi, umfang vandans og hvað hægt sé að gera til þess að sporna gegn honum.
Eftir sýningu myndarinnar verða stuttar umræður þar sem rætt verður um mögulegar lausnir við plastvandanum og alheimshreinsunin kynnt.
Heimildarmyndin er á ensku en umræður að myndinni lokinni verða á íslensku.
Opið málþing í Háskóla Íslands um plastvandann og hvaða lausnir eru í sjónmáli. Málþingið er skipulagt af aðstandendum árvekniátaksins Plastlaus september í samstarfi við Námsbraut í umhverfis- og auðlindafræðum og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands. Fjallað verður um plastmengun í hafi og aðgerðir Evrópusambandsins gegn plastmengun, stöðu Íslands varðandi þennan málaflokk, örplast í fráveitum, endurvinnslumöguleika plasts, og loks hvaða úrræðum Íslendingar geta beitt til þess að sporna við ofgnótt plasts í umhverfinu.
Málþingið fer fram bæði á ensku og íslensku og er öllum opið og gjaldfrjálst. Boðið verður upp á léttar veitingar að dagskrá lokinni. Til að áætla megi fjölda gesta er nauðsynlegt að þátttakendur skrái sig á plastlausseptember.is.
Dagskrá:
Plaststefna Íslands – Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Örplast í fráveitu – Íris Þórarinsdóttur, tæknistjóri fráveitu hjá Veitum
Endurvinnsla á plasti – Gyða Sigríður Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Sorpu
Leysum plastvandann – Dr. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri frá Landvernd
EU action to combat marine litter – Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.
OKNeiPersónuverndarstefna