Ljósmyndasamkeppnin #betraloftslag verður haldin á samfélagsmiðlinum Instagram 3. – 8. september og eru margir góðir vinningar í boði. Veitt verða verðlaun fyrir 1.-3. sæti og einnig 3 aukavinningar.
Dómarar keppninnar verða Spessi Hallbjörnsson ljósmyndari, Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona og Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Landverndar.
Einu skilyrðin fyrir því að taka þátt eru að taka myndir af einhverju sem tengist lífsstíl að betra loftslagi og birta á Instagram með merkingunni #betraloftslag. Úrslit verða tilkynnt sunnudaginn 9. september.
Ýmsir möguleikar eru að lífsstíl að betra loftslagi. Við mælum með:
- Samgöngumátum sem krefjast lítils útblásturs.
- Einföldum lífsstíl án óþarfa neyslu.
- Endurnýtingu og endurvinnslu.
- Plastlausum lífsstíl.
- Grænkeralífsstíl.
- Innlendri framleiðslu.
- Styrkja samtök sem styðja uppbyggingu og varðveislu skóga.
- Styrkja samtök sem endurheimta votlendi.
- Ræða um lífsstíl að betra loftslagi og loftslagsbreytingar.
- Krefja yfirvöld og fyrirtæki um aðgerðir sem sporna við loftslagsbreytingum.
Til þess að leita frekari upplýsinga mælum við með eftirfarandi umræðuhópum á Facebook:
Loftslagsbreytingar – umræða og fréttir,
Lífsstíll að betra loftslagi,
Plastlaus september,
Samtök um bíllausan lífsstíl
Vegan Ísland
Baráttukveðjur,
Forsvarsfólk Loftslagsgöngunnar, Samtök um bíllausan lífsstíl, Samtök grænmetisæta, Vegan samtökin og Plastlaus september.