Reykjavíkurborg og Umhverfisstofnun hafa undanfarið unnið að undirbúningi friðlýsingar Akureyjar í Kollafirði og er tillagan hér með auglýst til kynningar og umsagnar.
Frestur til að skila athugasemdum við tillögu Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar er til og með 1. maí 2019
Í tillögu að friðlýsingu Akureyjar er lagt til að öll landtaka á sjó verði óheimil nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá er lagt til að hámarkshraði vélknúinna farartækja á sjó innan friðlandsins verði 4 sjómílur. Lagt er til að umferð vatnatækja, s.s. sjókatta og seglbretta verði óheimil innan marka friðlandsins. Siglingar smábáta, svo sem vegna útsýniferða, eru heimilar allt árið. Að öðru leyti hefur friðlýsingin ekki áhrif á hefðbundnar siglingaleiðir.
Tillaga að friðlýsingarmörkum miðast við hnitsett mörk skv. hnitaskrá og birt eru á korti. Eru mörkin þau sömu og auglýst voru opinberlega þann 30. október sl.
Frestur til að skila athugasemdum við tillögu Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar er til og með 1. maí 2019. Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Frekari upplýsingar veita sérfræðingar Umhverfisstofnunar, Hildur Vésteinsdóttir (hildurv@ust.is) sviðsstjóri og Þórdís Vilhelmína Bragadóttir (thordis.bragadottir@ust.is) með tölvupósti eða í síma 591-2000.
Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. náttúruverndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega.
Akurey á Kollafirði
Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æðarfugl og teista, og er lundi langalgengastur, 15.000 pör. Akurey flokkast sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð þar sem viðmiðið er ≥10.000 pör. Markmiðið með friðlýsingu Akureyjar er að vernda þetta alþjóðlega mikilvæga fuglasvæði í Reykjavík og sér í lagi varpstöð lunda sem er á válista um fugla skilgreindur sem tegund í bráðri hættu. Einnig er markmiðið að vernda lífríki í fjöru og á grunnsævi.
Aðkoma Fuglaverndar
Fuglavernd fagnar því að nú sé í augsýn friðlýsing Akureyjar á Kollafirði. Árið 2014 fór málið af stað, með því að bréf til Reykjavíkurborgar um Akurey og Lundey.pdf Í kjölfarið kom í ljós að Lundey er í eigu ríkisins og því var sent bréf til UAR um friðlýsingu Lundeyjar.pdf. Erindinu sem sent var um Lundey til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis hefur enn ekki verið svarað, en nú er Reykjavíkurborg að bregðast við.
Erpur Snær Hansen Ph.D og stjórnarmaður í Fuglavernd hefur einnig ritað Reykjavíkurborg um Akurey og Lundey:
Akurey er á meðal 19 stærstu lundavarpa landsins (þegar Vestmannaeyjar annarsvegar og Breiðafjörður hinsvegar eru talin sem eitt varp). Akurey er næststærsta lundavarp í Faxaflóa (á eftir Andríðsey við Kjalarnes).
Þessi vörp eru stór á almennan mælikvarða en hafa einnig þá óvenjulegu sérstöðu hvað þau eru nálægt Reykjavíkurhöfn. Á síðustu árum hefur byggst upp hvala- og lundaskoðunariðnaður í Reykjavíkurhöfn sem á hagsmuni sína fólgna í að sýna lunda við þessi vörp, sérstaklega Akurey. Persónulega tel ég rétt að vekja sérstaklega athygli borgaryfirvalda á þessum áhugaverðu náttúruperlum við hafnarmynnið. Komin er tími til að borgaryfirvöld íhugi hvort þeirra eigin skipulag samræmist verndun og varðveislu þessara náttúruperla s.s. með því að hafa olíuuppskipunarhöfn á sama svæði. Síðustu hugmyndir sem lagðar voru til fyrir efnahagshrun var að stækka land með landfyllingu upp að Akurey og eyðileggja varpið í leiðinni. Borgaryfirvöld fá hér tækifæri til að sýna tilhlýðilega virðingu sína fyrir náttúrunni í verki.
Skilafrestur athugasemda 2. janúar 2019
Frestur til að skila athugasemdum við áform Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar er til og með 2. janúar 2019. Athugasemdum má skila á vef Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Jól 2024: Hægt er að versla í vefverslun og fá sent í pósti til kl. 14 þann 23. desember. Hægt verður að sækja vöru og versla á staðnum á skrifstofu Fuglaverndar til kl. 15 sama dag. Það verður lokað um jól og Fuglavernd opnar aftur á nýju ári fimmtudag 2. janúar kl. 9. Gleðilega hátíð, fuglavinir nær og fjær. Loka
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.
OKNeiPersónuverndarstefna