Alheimshreinsunardagurinn: Hreinsun og fræðsla

Í tilefni af Alheimshreinsunardeginum ætla Plastlaus september og Blái herinn að taka höndum saman og standa að hreinsun og fræðslu um plastvandann.

Við hittumst í Sjávarklasanum kl. 13 og fólk getur valið sér svæði í nágrenninu til að hreinsa. Við hittumst aftur kl. 14:30 í Sjávarklasanum og fáum okkur hressingu saman. Einnig geta áhugasamir fræðst um hvernig draga megi úr plastnotkun í daglegu lífi.

MUNUM EFTIR FJÖLNOTA POKA OG FJÖLNOTA HÖNSKUM (GARÐHÖNSKUM). KLÆÐUM OKKUR EFTIR VEÐRI.

Alheimshreinsunardagurinn: Eyjahreinsun í Akurey og Engey

Í tilefni af Alheimshreinsunardeginum 21. september munu Blái herinn, Björgunarsveitin Ársæll og hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík standa að strandhreinsun í Akurey og Engey á milli kl. 9:00 – 14:00. Mæting sjálfboðaliða er við smábátahöfnina við Norðurbugt (bak við Marshallhúsið) kl. 9:00. Hressing í Sjávarklasanum 14:30.

Ath 18 ára aldurstakmark og skráning á birna.heide@gmail.com

 

 

Alheimshreinsun

Taktu þátt í Alheimshreinsun 15.september 2018.

Landvernd, Blái herinn, Plastlaus september, JCI Ísland og plokkara hreyfingin sjá um undirbúning alheimshreinsunar á Íslandi en þann 15.september munu sjálboðaliðar í 150 löndum sameinast í að hreinsa heiminn í nafni átaksins Let´s Do It! World. Við hvetjum fólk til að skipuleggja sína eigin hreinsun og gera sitt til þess að minnka rusl og draga úr notkun einnota plastumbúða.

Hópar, einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að TAKA ÞÁTT og skipuleggja eigin hreinsun og skráðu hana á hreinsumislands.is 

Öll sveitarfélög landsins eru hvött til að standa við bakið á sínum íbúum. Hafðu samband við þitt sveitarfélag til þess að athuga fyrirkomulag ruslasöfnunar.