Í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur í Laugardal stendur Fuglavernd fyrir viðburði sunnudaginn 11. desember kl. 11.
Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður mun leiða fræðslugöngu þar litið verður til fuglalífsins í Grasagarði Reykjavíkur. Farið verður yfir fuglafóðrun, fuglar garðsins skoðaðir og kíkt eftir flækingum en Grasagarðurinn er viðkomustaður margra fagurra flækinga svo sem barrfinku, glóbrystings og bókfinku.
Gangan fer af stað frá aðalinngangi Grasagarðsins. Gott er að hafa með sér kíki því síðustu daga hefur heyrst í bókfínku en hún hefur enn ekki sést.
Að göngunni lokinni er tilvalið að líta við í Garðskálanum þar sem svartþrestir verpa en þar er jólamarkaður á aðventunni, Flóran Café/Bistro er opin frá kl. 11-17 og kl. 12:30 leikur lúðrasveit jólalög.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis