Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar stendur eftirfarandi um vetrarfuglatalningu:
„Vetrarfuglatalningar eru ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra fuglategunda. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á annað hundrað manns taka þátt. Talningar fara fram á föstum dögum í kringum áramót. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar eru staðlaðar og nýtast til vöktunar einstakra stofna.”
Það er hægt að fræðast meira um vetrarfuglatalningar á heimasíðu NÍ.
Aron Þorvarðarson tímabundinn starfsmaður Fuglaverndar í ERF verkefnum tók þátt í vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar (NÍ) 7.janúar 2025. Aron og starfsmenn Náttúrufræðistofnunar hittust og skiptu með sér verkum. Aroni var úthlutað partur svæðis 038 Saltvík – Bakki (ós Blikadalsár)
Hluti strandlengju Íslands hefur verið skipt upp í svæði eða búta og er talningarmönnum dreift á þau. Þátttakendur er fólk sem þekkir fugla vel og getur greint milli tegunda og talið fjölda hverrar tegundar.
Hér má sjá kort af svæðum vetrarfuglatalningar
Alls taldi Aron 19 tegundir. Þar voru flestir æðarfuglar 884 og þær tegundir sem aðeins einn einstaklingur sást voru: Sendlingur, álka, hettumáfur og smyrill.
Allar tegundirnar, raðað eftir fjölda einstaklinga má sjá í töflu hér fyrir neðan.