Fyrirhuguðum aðalfundi Fuglaverndar hefur verið frestað um óákveðinn tíma, vegna frekari takmarkana á samkomubanni. Vonir standa til þess að hægt verði að finna nýja dagsetningu og auglýsa fundinn með löglegum fyrirvara, fyrir sumardaginn fyrsta, sem er þann 23. apríl 2020.
Samkvæmt lögum félagsins hefur aðalfundur æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal halda fyrir sumardaginn fyrsta ár hvert og skal dagskrá hans vera sem hér segir:
- Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
- Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 7. gr.
- Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.
- Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.
- Ákvörðun árgjalds.
- Önnur mál.