Umferð um vegi landsins virðist hafa umtalsverð áhrif á fuglalíf og benda nýjar niðurstöður rannsóknar til þess að sumum tegundum mófugla fækki um meira en helming við vegi þar sem umferðin er frá því að vera lítil og upp í um 4.000 bíla á sumardögum.
Þetta má lesa út úr niðurstöðum rannsóknar eða forkönnunar þriggja höfunda á áhrifum umferðar á fuglalíf, sem birt er á vef Vegagerðarinnar og um fjallað í Morgunblaðinu í dag. Kannaður var þéttleiki algengra mófugla við vegi með mismikla umferð og vöktunargögnum safnað við vegi á Suðurlandi 2011-2018.
„Niðurstöður benda til að vegir minnki þéttleika sumra mófugla langt út fyrir veginn. Flestir vaðfuglarnir eru sjaldgæfari nær vegum og sumum þeirra fækkar meira nær umferðarþyngri vegum,“ segir þar.
Skýrslan: Áhrif umferðar á fuglalíf.pdf