Í lok september sat framkvæmdastjóri Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir, fund á vegum BirdLife International. BirdLife International eru elstu náttúruverndarsamtök í heimi og hafa verið starfrækt frá árinu 1922. Alls eiga 121 lönd aðild að BirdLife, ein náttúruverndarsamtök eru aðili hvers lands fyrir sig og Fuglavernd er fulltrúi Íslands.
Á þessum vettvangi hittast stjórnendur og starfsfólk BirdLife og skiptast á hagnýtum upplýsingum og deila reynslu, sem mismunandi er milli landa og menningarheima. BirdLife er skipt upp í sex svæði, BirdLife Europe and Central Asia, BirdLife Afrika, BirdLife Amerikas, BirdLife Asia, BirdLife Middle East og BirdLife Pacific og því tóku rúmlega 200 manns þátt í fundinum. Konum innan BirdLife samtakanna er alltaf að fjölga og á dögunum náðist þessi mynd af nokkrum þeirra.
Á myndinni eru:
1)Gui-Xi Young hjá BirdLife Europe, 2)Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastýra Fuglaverndar BirdLife Iceland, 3)Sandra Jovanovic frá Društvo za zaštitu i proučavanje ptica Srbije BirdLife Serbia, 4) Jovana Janjusevicfrá Czip BirdLife Montenegro, 5)Tuba Kilickarci frá Doga BirdLife Turkey, 6) Natia Javakhishvili frá Sabuko BirdLife Georgia, 7) Karoline Kalinowska-Wysocka frá Otob BirdLife Poland og 8) Nigar Agayeva frá Aos BirdLife Azerbaijan.