Vel heppnað málþing: Veitir válisti vernd?

Föstudaginn 22. september héldu Fuglavernd, Háskóli Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands málþingið Veitir válisti vernd?

Á málþinginu voru flutt fjölmörg áhugaverð erindi, um válista almennt, lagalega stöðu hér á landi og á nágrannalöndunum og um þær fuglategundir sem hafa laka stöðu, bæði fargesti og staðbundnar tegundir.

Craig Hilton-Taylor yfirmaður válista hjá IUCN Alþjóða náttúruverndarsamtökunum var sérstakur gestur fundarins. Umhverfis- og auðlindaráðherra Björt Ólafsdóttir ávarpaði fundinn. Þá átti Craig einnig fund með starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar sem starfa að verð válista, fyrir fugla, plöntur og spendýr en sá válisti er í bígerð á Íslandi í fyrsta sinn.

Hér eru nokkrar svipmyndir frá fundinum, en upptökur af erindunum verða einnig aðgengilega á vefnum en eru enn í vinnslu.

 

Veitir válisti vernd? – Svipmyndir