Lómapar á tjörn í Friðlandinu í Flóa.
Lómapar á tjörn í Friðlandinu í Flóa. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Um 90% íslenskra varpfugla, farfugla og vetrargesta byggja afkomu sína á votlendi, sem gerir það að mjög mikilvægu búsvæði. Fjölskrúðugt fuglalíf er einn besti mælikvarðinn sem hægt er að leggja á heilbrigði vistkerfa og er þess vísir að þar er mikill líffræðilegur fjölbreytileiki.

Á Íslandi er votlendi:

  • 9.000 km2
  • Um 20% af grónu flatarmáli landsins
  • Um 50% þess hefur verið raskað
  • Allt að 70% á láglendi raskað
  • Lengd skurða um 33.000 km

en 72% af losun gróðurhúsalofttegunda kemur frá framræstu votlendi.

 

Kortavefsjá Landbúnaðarháskóla Íslands

Á kortavefsjá LBHÍ er hægt að skoða alls kyns landgerðir og við tókum skjáskot af Grunnafirði í Hvalfirði sem er Ramsar og IBA svæði.

Með því að smella á myndina ferðu inn á kortavefsjá LBHÍ. Þar geturðu sett „Grunnafjörður” í leitarglugga og síðan valið „Þekjur/Layers” til að velja „skurðir, úttekt 2021″ og „jarðvegskort”. Þá sér maður fjöldan allan af skurðum sem hafa verið grafnir til að ræsa fram votlendi.

 

Grunnafjörður, skjáskot af Kortavefsjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Grunnafjörður, skjáskot af Kortavefsjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

 

 

 

Votlendissjóðurinn

Fuglavernd er bakhjarl Votlendissjóðsin sem stefnir að endurheimt votlendis í samvinnu við fjölmarga aðila, en staðreyndin er sú að enn er framræst meira en það sem er endurheimt.

Eyþór Eðvarðsson, fyrrverandi forsvarsmaður Votlendissjóðsins flutti erindi á aðalfundi Fuglaverndar þann 12. apríl 2018.

Votlendi.is

Facebook: Votlendi

 

Meira um votlendi

Erindi Sunnu Áskelsdóttur á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands um endurheimt votlendis hjá Landgræðslunni 31. janúar 2018

Mikilvæg fuglasvæði – Votlendi og önnur svæði – Náttúrufræðistofnun Íslands 2017

Endurheimt votlendis – Aðgerðaáætlun – Samráðshópur um endurheimt votlendis  7/3/2016

Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis – Svenja Auuhage 12. maí 2010