Fuglaganga á Degi íslenskrar náttúru

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru verðum við með fuglagöngu í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur klukkan 15 og lagt verður upp frá Elliðaárbænum. Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 16. september og verður hátíðarsamkoma við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk kl. 13:30 þar sem árleg fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins verða veitt sem og Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholdi. Stefnt er að því að samkoman fari fram undir berum himni. Gestir eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Aron Leví Rúnarsson og Sævar Heiðarsson leiða skógar- og fuglagönguna.

Á vef umhverfisráðuneytisins má sjá meira um dag íslenskrar náttúru.