Gráþröstur

Gráþröstur
Gráþröstur. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Gráþröstur ber fræðiheitið Turdus pilaris og er af þrastaætt (Turdidae).

Fræðiheiti: Turdus pilaris.

Ætt: Þrastaætt (Turdidae).

Einkenni: Stór þröstur. Grár á höfði, hálsi og ofan við stél (gumpur). Á baki og vængjum er hann dökkbrúnn, að neðan er ljós með dökkum flikrum. Á framhálsi er hann ryðbrúnn með dökkum flikrum.

Gráþröstur
Gráþröstur. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Búsvæði: Á haustin má rekast á gráþresti í trjálundum og görðum víða um land. Það er mismunandi milli ára hversu margir gráþrestir koma að haustlagi. Fer það líklega eftir veðri og vindum á fartíma hvort þeir berist til landsins. Að vetrarlagi þá halda þeir sér mest í þeim görðum þar sem fuglum er gefið.

Far: Haust- og vetrargestur. Hefur orpið nokkrum sinnum.

Varptími: Í Skandinavíu frá fyrri hluta maí og fram í júní. Verpa jafnvel tvisvar á sumri.

Fæða: Ýmsir hryggleysingjar, ber og ávextir. Að vetrarlagi þegar það eru jarðbönn þá geta þeir lifað eingöngu á ávöxtum eins og eplum. Þeir fuglar sem eru að vetrarlagi á Íslandi og koma í garða éta nær eingöngu epli.

Stofnstærð:

EVRÓPA (VARPPÖR) ÍSLAND (VARPPÖR) ÍSLAND VETUR (EINSTAKLINGAR)
14.000.000-24.000.000 0-5 30-300

Hreiðurhús fyrir þresti

Í vefversluninni er hægt að kaupa hreiðurhús fyrir þresti.