Fuglakoðun í Portúgal, samvinnuverkefni Fuglaverndar og Portúgalska fuglaverndarfélagsins, SPEA.
Þann 18. apríl 2019 héldu 12 kampakátir Íslendingar af stað í fuglaskoðun til Miðjarðarhafslandsins Portúgal. Ferðin var samvinnuverkefni Fuglaverndar og Portúgalska fuglaverndarfélagsins, SPEA. Portúgalarnir skipulögðu ferðina heimafyrir, meðan Fuglavernd sá um að koma hópnum út.
Tveir leiðsögumenn skiptu með sér leiðsögninni fyrir okkur og voru þeir hinir liprustu og þægilegir í umgengni og vildu allt fyrir hópinn gera. Rui Machado leiðsagði fyrri hlutann og Hugo Sampaio þann síðari. Undirritaður var síðan fararstjóri af hálfu Fuglaverndar.
Framan af var ferðast um suður og suðausturhluta landsins, en síðan mjökuðum við okkur inntil landsins og héldum okkur nærri landamærum Portúgal og Spánar. Að endingu var strikið tekið þvert yfir landið og síðustu dagana skoðuðum við okkur um við austanverða ósa Tejo (Tagus) árinnar, gegnt höfuðborginni Lissabon.
Veður var mjög fjölbreytt, frá slagveðursrigningu og yfir í brakandi blíðu og hita. Um tíma náðu skil norðan úr Dumbshafi suður til Pýreneaskagans og dældu þangað köldu lofti, meðan sömu skil hituðu upp loftið hér heima og var þá hlýrra hér en suður þar. Þær aðstæður vörðu stutt, sem betur fer fyrir okkur.
Menningunni var að einhverju leyti sinnt meðfram fuglaskoðun. Við heimsóttum til dæmis miðaldaþorpið Mértola á bökkum Guadiana árinnar, þar sem áður voru landamæri við Spán og hinn sögufræga bæ Évora, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Eftir að ferðinni lauk formlega, 28. apríl, hélt meirihluti hópsins til þeirrar merku borgar Lissabon og dvaldi þar í tvo daga.
Alls sáust 170 tegundir fugla í ferðinni, að meðtöldum innfluttum fuglum. Að sjálfsögðu sáu ekki allir þátttakendur allar fuglategundirnar. Hér að neðan eru taldar upp þær tegundir sem a.m.k. einn leiðangursmanna sá og skv. reglunum eru ekki taldir með fuglar sem leiðsögumaðurinn sér einn.
Þess má geta að hvítstorkurinn er ein aðalsöguhetjan í árvekniátakið BirdLife sem ber yfirskriftina #FlightForSurvival. Sjá nánar á: https://flightforsurvival.org/
Brandönd | Rindilþvari | Svölugleða |
Skeiðönd | Nátthegri | Völsungur |
Gargönd | Kúhegri | Gæsagammur |
Stokkönd | Mjallhegri | Kuflgammur |
Kólfönd | Bjarthegri | Snákerna |
Skutulönd | Gráhegri | Brúnheiðir |
Skúfönd | Bognefur | Gráheiðir |
Sandhæna | Flatnefur | Músvákur |
Kornhæna | Svartstorkur | Skassörn |
Dverggoði | Hvítstorkur | Gullörn |
Toppgoði | Flæmingi | Skálmaörn |
Dílaskarfur | Vatnagleða | Haukörn |
Gjóður | Skeggþerna | Hálmsöngvari |
Kliðfálki | Sandspjátra | Sefsöngvari |
Turnfálki | Auðnaspjátra | Reyrsöngvari |
Förufálki | Bjargdúfa | Skopsöngvari |
Smyrill | Holudúfa | Busksöngvari |
Keldusvín | Hringdúfa | Hjálmsöngvari |
Dílarella | Tyrkjadúfa | Hettusöngvari |
Sefhæna | Dílagaukur | Limsöngvari |
Bláhæna | Gaukur | Gullkollur |
Bleshæna | Kattugla | Flekkugrípur |
Grátrana | Múrsvölungur | Skottmeisa |
Dvergdoðra | Fölsvölungur | Toppmeisa |
Trölldoðra | Bláþyrill | Blámeisa |
Háleggur | Býsvelgur | Flotmeisa |
Bjúgnefja | Bláhrani | Hnotigða |
Tríll | Herfugl | Garðfeti |
Þernutrítill | Grænspæta1 | Laufglói |
Vatnalóa | Grænpáfi | Steppusvarri |
Sandlóa | Sunnulævirki | Trjásvarri |
Strandlóa | Sandlævirki | Skrækskaði |
Heiðlóa | Stúflævirki | Bláskjór |
Grálóa | Topplævirki | Skjór |
Rauðbrystingur | Kamblævirki | Bjargkorpungur |
Veimiltíta | Trjálævirki | Dvergkráka |
Lóuþræll | Bakkasvala | Svartkráka |
Sanderla | Bjargsvala | Hrafn |
Hrossagaukur | Landsvala | Gljástari |
Jaðrakan | Brandsvala | Skúfmænir |
Lappajaðrakan | Bæjasvala | Hettuvefari |
Spói | Sandtittlingur | Fagurstrildi |
Fjöruspói | Gulerla | Tígurstrildi |
Lindastelkur | Maríuerla |
Lonchura punctulata 2
|
Flóastelkur | Fossbúi | Gráspör |
Sótstelkur | Músarrindill | Spánarspör |
Stelkur | Glóbrystingur | Trjáspör |
Lyngstelkur | Næturgali | Steinspör |
Tildra | Húsaskotta | Bókfinka |
Hettumáfur | Hagaskvetta | Gulfinka |
Lónamáfur | Steindepill | Grænfinka |
Sílamáfur | Jörfadepill | Þistilfinka |
Klapparmáfur | Urðardepill | Hampfinka |
Kóralmáfur | Bláþröstungur | Álmtittlingur |
Sandþerna | Svartþröstur | Steintittlingur |
Þaraþerna | Mistilþröstur | Korntittlingur |
Dvergþerna | Blæsöngvari |
1 Grænspætu hefur nú verið skipt upp og ný tegund, Picus sharpei (Iberian Green Woodpecker) orðið til.
2 Þessi innflutta tegund hefur ekki enn hlotið íslenskt heiti, heitir á ensku Scaly-breasted Munia.
Fyrir hönd Fuglaverndar: Jóhann Óli Hilmarsson