Síðastliðinn laugardag fór formaður Fuglaverndar, Jóhann Óli Hilmarsson fyrir hópferð sem bar yfirskriftina Leyndardómar Borgarfjarðar. Honum til aðstoðar var Alex Máni Guðríðarson. Ferðin hófst formlega í Borgarnesi, þar sem síðasti þátttakandinn slóst í hópinn og í Borgarvogi voru yfir 20 brandendur, sem glöddu augað, en brandendur sáust nokkuð víða á Mýrunum.
Farið var að Álftanesi, í Straumfjörð og að Ökrum og dugði það fyrir daginn. Á leiðinni sáust tveir fálkar, fullorðinn örn og stórir margæsahópar. Á fjörunni voru leirur fullar af vaðfuglum, m.a. rauðbrystingi, sanderlu og tildru á leið til hánorrænna varstöðva eins og margæsin. Rjúpukarrar sátu á hverjum hól á Mýrunum í blíðunni. Á bakaleiðinni var Ramsar-svæðið Grunnafjörður lauslega skoðað.
Yfir 40 fuglategundir sáust í ferðinni:
| Æður | Hvítmáfur | Sílamáfur |
| Álft | Jaðrakan | Silfurmáfur |
| Bjartmáfur | Kjói | Skógarþröstur |
| Brandönd | Kría | Skúfönd |
| Dílaskarfur | Lómur | Spói |
| Fálki | Lóuþræll | Stari |
| Flórgoði | Margæs | Steindepill |
| Fýll | Maríuerla | Stelkur |
| Grágæs | Rauðbrystingur | Stokkönd |
| Haförn | Rauðhöfði | Svartbakur |
| Heiðlóa | Rita | Tildra |
| Hettumáfur | Rjúpa | Tjaldur |
| Hrafn | Sanderla | Toppönd |
| Hrossagaukur | Sandlóa | Urtönd |
| Þúfutittlingur |

