Kort – Brandugla

200 kr.

Brandugla sem hallar skemmtilega undir flatt.

Kortið er án texta og má nota við hvaða tækifæri sem er; afmæliskort, jólakort, tækifæriskort, og er tilvalið til að senda útskriftarnemum hvort sem er úr menntaskóla eða háskóla.

©Sindri Skúlason

Á lager

Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Lýsing

Brandugla er eina uglan sem er útbreiddur varpfugl hér á landi. Hún er móbrún að ofan með ljósum dílum, þéttar langrákir eru á bringu og dreifðari rákir á kviði. Hún er með kringlótt, ljóst andlit, dökkar augnumgjarðir og lítil fjaðraeyru sem hún reisir stundum. Vængir eru langir, ljósari að neðan, með dökku mynstri á og við vængbrodda. Stélið er þverrákótt. Hún virðist ljós á flugi.

Flug branduglu er nokkuð rykkjótt og vængjatökin silaleg en þó er hún fimur flugfugl og getur verið snögg. Hún svífur oft með vængina lítið eitt fram- og uppsveigða. Hún er einfari sem sést helst í ljósaskiptunum. Er venjulega þögul en á varpstöðvum heyrist stundum hátt væl eða endurtekið, djúpt stef.

Frekari upplýsingar

Þyngd 10 g
Ummál 17 × 12 cm

Þér gæti einnig líkað við…