Fljúgum hærra – handbók leikskólakennara um fugla

3.000 kr.

Fljúgum hærra – handbók leikskólakennara um fugla

Handbókin hentar leikskólakennurum, grunnskólakennurum og öllum þeim sem vilja fræðast og fræða aðra um fuglana okkar.

33 bls.

Á lager

Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Fljúgum hærra – handbók leikskólakennara um fugla

Handbók leikskólakennara um fugla en eitt af markmiðum Fuglaverndar er að vekja áhuga landsmanna á fuglalífi landsins með fræðslustarfsemi. Tekið skal fram að þetta kennsluefni hentar einnig fyrstu bekkjum grunnskóla.

Fræðslu- og verndargildi verkefnisins Fljúgum hærra liggur í að vekja umhverfisvitund barna og benda á að í nánasta umhverfi þeirra búi fuglar sem þurfi að vernda. Þeir geti þurft aðstoð við að lifa af veturinn en sömuleiðis frið til að ala upp ungana sína. Þessi umhverfisvitund er síðan góður grunnur fyrir aðra náttúruvernd.

Handbókin hentar leikskólakennurum, grunnskólakennurum og öllum þeim sem vilja fræðast og fræða aðra um fuglana okkar og hafa gaman af fuglamyndum.

Í flettibókinni eru 12 fuglategundir kynntar vel, af þeim tæplega 80 árvissum varptegundum hér á landi. Sumar tegundanna eru í nærumhverfi barnanna en aðrir kannski ekki svo nálægir en spennandi engu að síður.

Fuglategundirnar eru: Lundi, grágæs, stari, brandugla, álft, hrafn, stokkönd, haförn, rjúpa, kría, skógarþröstur og heiðlóa. Handbókin er byggð þannig upp að hverjum fugli fylgir stór ljósmynd af fuglinum, staðreyndir um fuglinn, eins og hvað hann borðar, þyngd, vænghaf, fjöldi og sv.frv., stutt saga þar sem fram getur komið hvernig eigi að umgangast fuglinn, nokkrar opnar spurningar um fuglalíf og svo uppskrift að leik.

Höfundar eru Gerður Gylfadóttir og Jóhanna Torfadóttir leikskólakennar. Verkefnið er hluti af lokaverkefni þeirra til B.Ed. gráðu í leikskólafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi þeirra var Torfi Hjartarson.

Ljósmyndir: Jóhann Óli Hilmarsson.

33 bls.

Frekari upplýsingar

Þyngd 280 g
Ummál 30 × 22 × 1 cm