Lýsing
Væri ég fuglinn frjáls – fyrstu skrefin í fuglaskoðun
Bókin höfðar til allra sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu skemmtilega og fræðandi áhugamáli, jafnt heima sem í skóla. Myndir af algengustu fuglum Íslands eru á kápusíðum fremst og aftast en það gerir nýjum og áhugasömum fuglaskoðurum kleift að greina þá fugla sem þeir sjá. Bókinni er skipt í þrjá hluta. Fyrsti hluti : Heimur fuglanna. Annar hluti: Fólkið og fuglarnir. Þriðji hluti: Verkefni.
Höfundur: Jóhann Óli Hilmarsson
Haförninn
Veglegt rit um haförninn. Örninn er meðal sjaldgæfustu varpfugla landsins en talið er að hér séu um 70 fullorðin pör, auk ungfugla. Fram á seinni hluta 19. aldar var örninn miklu algengari og varp þá í öllum landshlutum en nú er útbreiðslan bundin við vestanvert landið.
Vöxtur og viðkoma arnarstofnsins er lítil, þrátt fyrir alfriðun í 100 ár, en þó hefur örnum fjölgað hægt og bítandi í kjölfar þess að eitrun fyrir refi var bönnuð árið 1964.
Höfundur texta: Kristinn Haukur Skarphéðinsson.
Ljósmyndarar: Daníel Bergmann, Hjálmar R. Bárðarson, Jóhann Óli Hilmarsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Peer von Wahl, Sindri Skúlason, Þórir Níels Kjartansson.
Haförninn. Útgáfuár: 2013
Fuglamyndir
Fuglamyndir er falleg ljósmyndabók eftir Daníel Bergmann. Bókina prýða ljósmyndir af íslenskum fuglum og aftast í bókinni eru upplýsingar um hverja fuglategund, þannig fá ljósmyndirnar best að njóta sín.
Formála bókarinnar ritaði Guðmundur Páll Ólafsson.
Ljósmyndir: Daníel Bergmann