Lýsing
Músarindill: Hreiðurhús eða varpkassi sem hentar fyrir músarindil.
Næstminnstur íslenskra fugla en syngur hæst og fallegast. Húsið á að setja upp á rólegum, skuggsælum stað, helst í grenitré eða utan á bakhlið sumarbústaðar.
Húsið má vera í 1,5-2,5 m hæð. Músarrindlar eru algengir í birkiskógum um allt land og á skógræktarsvæðum. Þeir eru því gjarnan við sumarbústaði. Músarrindilshúsið skal ekki setja upp þar sem að kettir ná til.
Fuglahús Fuglaverndar eru smíðuð á Litla Hrauni.